11/09/2024

Engar fréttir af ADSL-tengingu

Ekkert hefur enn spurst til ADSL-tengingar á Hólmavík, en Síminn lofaði slíkri tengingu nokkrum sinnum á síðasta ári. Síðast þegar staðfestar fréttir fengust frá fyrirtækinu átti slík tenging að koma í nóvember síðastliðnum. Er ekki orðið laust við að Hólmvíkingar séu orðnir þreyttir á svikum Símans á þeim yfirlýsingum sem fyrirtækið hefur gefið um slíka tengingu, fyrst um að hún kæmi innan þriggja mánaða eftir að lista með yfir þrjátíu áskrifendum yrði skilað sem var gert snemma árs 2005.

Engar upplýsingar hafa heldur borist um hvort sjónvarpsstöðvar verði aðgengilegar í gegn um þessa tengingu á Hólmavík eins og annars staðar á landinu og spurningum um það hefur ítrekað verið ýtt til hliðar og látið ósvarað af talsmönnum Símans.