14/10/2024

Truflanir á fjarskiptum á Ströndum

Ljósleiðari fór í sundur á Ennishöfða á Ströndum í gærkvöldi og hafa verið miklar truflarnir á fjarskiptum. Viðskiptavinir Símans hafa náð GSM sambandi í dag, það hefur verið netsambandslaust á Drangsnesi og truflanir á Hólmavík og eins hafa verið bilanir í heimasímum, a.m.k. í Kollafirði á Ströndum. Ekki liggur fyrir hvenær viðgerð lýkur.