11/09/2024

Síðustu forvöð að panta borð

Undirbúningur vegna kínahlaðborðsins sem stendur til að hafa næsta laugardag á Café Riis í tengslum söngvarakeppnina hefst á morgun ef næg þátttaka næst, en afar fáir hafa pantað borð. Því er allt eins líklegt að hið gómsæta kínahlaðborð verði blásið af nema fleiri panti borð en það þarf að gerast fyrir morgundaginn. Ástæða þess er að ekki er hægt að liggja með allt hráefnið sem til þarf á lager í svona kræsingaborð.  Hægt er að panta borð í síma 451 3567. Æfingar vegna úrslitakvölds karókíkeppni vinnnustaða eru hafnar og vonandi verður hægt að birta valalag allra söngvaranna, en það hefur verið erfið fæðing hjá þeim flestum.