19/09/2024

Ingibjörg Benediktsdóttir verkefnastjóri á Hólmavík

Samvæmt frétt á bb.is hefur stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkt að fara í samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um ráðningu verkefnastjóra á Hólmavík. Ingibjörg Benediktsdóttir á Hómavík hefur verið ráðin til verksins, en hún hefur undanfarið verið verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavik. Hún mun sjá um fræðsluverkefni félagsins ásamt samskiptum við starfsfræðslusjóði, afgreiðslu fræðslustyrkja og utanumhald með fræðslumálum. Fræðslumiðstöðin og VerkVest verða til húsa í Þróunarsetrinu á Hólmavík.