12/12/2024

Arnkötludalur verður hluti af Djúpvegi

300-google-arnkotludalsvegurÍ Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar kemur fram að nýi vegurinn um Arnkötludal verður hluti Djúpvegar og með vegnúmerið 61. Til stendur að opna veginn (sem reyndar er ýmist kallaður Tröllatunguvegur eða Tröllatunguheiði af Vegagerðinni) fyrir umferð um næstu mánaðarmót. Vegnúmerið 61 færist þannig af veginum um Strandir sunnan Hólmavíkur, frá þjóðvegi 1 í Hrútafjarðarbotni að Hrófá í Steingrímsfirði, sem í staðinn fær vegnúmerið 68 og nafnið Hólmavíkurvegur. Merkingar sem segja til um breytinguna á vegnúmeri verða settar upp fyrir þá vegfarendur sem ferðast eftir vegakortum og ferðaþjónustubæklingum sem verða úreldir við þessa breytingu.