19/09/2024

Þrír grásleppubátar frá Norðurfirði

Aðeins verða 3 bátar gerðir út á grásleppu frá Norðurfirði í vor og eru nú allir búnir að leggja net. Skarphéðinn Gíslason gerir út einn bátinn og er hann frá Ísafirði og lagði strax upp úr páskum. Tveir heimabátar gera út á grásleppuna, Gunnsteinn Gíslason á Óskari ST 40 og lagði hann fyrir stuttu, einnig Þórður Magnússon á Drangavík ST 160 en hann lagði á þriðjudaginn var.

Lítið sjóveður hefur verið að undanförnu fyrir síðasttöldu bátana nema fyrir stuttu síðan enda miklu minni en aðkomubáturinn. Dálítið reitist í netin að undanförnu, hrogn eru verkuð á Norðurfirði.