23/04/2024

Jóladagatal Strandagaldurs í vinnslu

Í tengslum við hið árlega Jóladagatals Strandagaldurs sem hefur verið birt hér á strandir.saudfjarsetur.is undanfarin ár stendur Þjóðfræðistofa nú
fyrir söfnun jólaminninga Strandamanna á öllum aldri. Í framhaldi verða slíkar
frásagnir birtar á strandir.saudfjarsetur.is sem einskonar "jóladagatal". Þeir sem luma á
skemmtilegri jólasögu eða endurminningu eru hvattir til að hafa samband við
Kötlu Kjartansdóttur í síma 865 4463 eða senda póst á katlak@hi.is.
Gamlir
jólamunir eða jólalegar ljósmyndir væru einnig vel þegnar að láni í tengslum við
þetta verkefni.

Ungir sem aldnir Strandamenn eru hvattir til að taka þátt
í þessu skemmtilega verkefni!