16/10/2024

Sparisjóður Strandamanna gefur vasareikna

Sparisjóður Strandamanna mætti nýlega í Grunnskólann á Hólmavík og gaf nemendum í 8. bekk, þ.e. þeim sem fermast í vor, glæsilega vasareikna eins og síðustu ár. Eru þeir af gerðinni Citizen SR-275. Þau Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri og Svanhildur Jónsdóttir starfsmaður bankans mættu í skólann og ræddu við krakkana um nauðsyn reglubundins sparnaðar, ávöxtunamöguleika og fleira og afhentu þeim síðan vasareiknana og penna merktan Sparisjóði Strandamanna.

Grunnskólinn vill hér með nota tækifærið og þakka hinn góða stuðning bankans við skólann og skólastarfið. En eins og fram hefur komið áður hefur Sparisjóðurinn verið einkar duglegur við að styrkja hina ýmsu þætti starfsins bæði í Grunnskólanum og Tónskólanum.