12/09/2024

Teiknisamkeppni barna: Vísindamaðurinn minn

Í tilefni af Vísindavöku sem verður haldin þann 22. september n.k. efnir RANNÍS til teiknisamkeppni barna frá 9-11 ára. Þema keppninnar er "Vísindamaðurinn minn" og er leitað að því hvernig börn sjá hinn íslenska vísindamann fyrir sér. Myndirnar eiga að sendast sendast til Teiknisamkeppni barna, Vísindavaka, RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Merkja þarf myndina með fullu nafni barns, aldri, heimilisfangi og símanúmeri/netfangi ásamt nafni forráðamanns. Síðasti skiladagur er 8. september 2006. Vegleg verðlaun verða veitt á Vísindavökunni í Listasafni Reykjavíkur 22 . september. Dómnefnd skipa þau Georg Guðni Hauksson myndlistamaður, Steinunn Haraldsdóttir, blaðamaður og Hjördís Hendriksdóttir sviðstjóri.