14/10/2024

Steinn Steinarr – aldarminning

Skáldið Steinn Steinarr fædd­ist að Laugalandi í Naut­eyrarhreppi árið 1908 og verður þann 21. júní, kl. 15.00-18.00 dagskrá honum til heiðurs í Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þórður Helgason rithöfund­ur fjallar um áhrif Steins á íslenskar bókmenntir. Ása Ketils­dóttir kvæðakona sem býr á fæðingarstað Steins mun segja nokkur orð um tengsl hans við svæðið og flytja nokkur kvæða hans. Þórarinn Magnússon mun kynna áform um stofnun Steinssafns á Nauteyri og söngdúett frá Hólma­vík flytur nokkur ljóða Steins sem gerð hafa verið lög við.

Loks munu Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson flytja á vegum Kómedíuleikhússins leikþáttinn BÚLÚLALA – öldin hans Steins sem fjallar um skáldið með söngv­um og gítarundirleik. Leikmynd gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Menningarráð Vestfjarða og Menningarsjóður félagsheimila styrktu þennan viðburð.