16/10/2024

Leiðbeinendur í kennaranámi

Allir leiðbeinendur við Grunnskólann á Hólmavík leggja stund á kennaranám í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands. Á vef skólans kemur fram að þessa vikuna hafi þeir verið í námslotu í Kennaraháskólanum og því hafi vantað eina 5 starfsmenn. Til að leysa þetta fær skólinn góðan liðsstyrk úr Djúpinu, en þær Dagrún Magnúsdóttir á Laugarholti og Kristbjörg Lóa Árnadóttir á Skjaldfönn kenna við skólann þessa vikuna.

Er ekki annað að heyra að bæði nemendum og leiðbeinendum líki vel. Dagrún kennir aðallega 7. bekk og Kristbjörg Lóa 2. bekk. Aðra forfallakennslu leysa síðan kennarar og skólastjórar við skólann.