09/09/2024

Svaðilfari á súpufundi

Ljósm.: www.strandir.saudfjarsetur.is/svadilfariFerðaþjónustufyrirtækið Svaðilfari í Laugarholti verður á súpufundi
Þróunarsetursins á Café Riis á morgun fimmtudaginn 8. apríl. Þar munu Þórður Halldórsson
og Dagrún Magnúsdóttir kynna ferðirnar sem fyrirtækið býður upp, en Svaðilfari
hefur til fjölda ára haldið úti einstökum níu daga hestaferðum um
Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Strandir. Á síðasta ári bættist ný ferð inn sem
tekur yfir fimm daga. Hægt er að nálgast heimasíðu Svaðilfara á þessari slóð
www.strandir.saudfjarsetur.is/svadilfari.
Súpufundurinn hefst að venju kl. 12:00 og stendur
til kl. 13:00. Allir sem hafa háhraðanettengingu eiga að geta líka fylgst með
fundunum.

Til að tengjast er best að smella á eftirfarandi hlekk að neðan eftir
kl. 12:00 á fundardegi. Þar er að finna leiðbeiningar og tengil til að tengjast
beint við fundinn: www.strandir.saudfjarsetur.is/supufundir.