20/04/2024

Guðmundur Vignir gerir það gott

Strandamaðurinn Guðmundur Vignir Þórðarson er aldeilis að gera góða góða hluti í skrúðgarðyrkju. Fyrr á árinu sigraði hann í keppni í greininni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina og nú nýverið sigraði lið nýútskrifaðra skrúðgarðyrkjunema úr Landbúnaðarháskóla Íslands á móti norrænna garðyrkjuskóla í hellulögn og hleðslum sem fram fór í Finnlandi. Birgir Axelsson og Guðmundur Vignir skipuðu liðið og fengu þeir 41,6 stig af 45 mögulegum, en stig eru gefin fyrir nákvæmni, vinnubrögð og hugmyndaauðgi. Það rigndi á keppendur báða dagana á meðan þeir hlóðu grjóti og skreyttu með blómum eftir nákvæmri uppskrift.

580-skrudgardyrkja1 580-skrudgardyrkja2

Meðfylgjandi myndir eru sóttar á Facebooksíðu Skrúðgarðyrkju Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.