04/10/2024

Síðasti möguleiki á að sjá Grease á Hólmavík


Síðustu sýningar á rokksöngleiknum Grease verða fimmtudaginn 8. apríl og föstudaginn 9. apríl og hefjast bæði kvöldin kl. 20:00. Verkið er sett upp í samvinnu Grunn- og Tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur. Ástæða er til að hvetja alla sem ekki hafa séð þetta skemmtilega verk að koma á sýningu, en flestir leikararnir koma úr unglingadeildum Grunnskólans á Hólmavík. Sýningarnar hafa verið fjölsóttar og hafa um 300 manns séð leikritið til þessa og sumir eru komnir langt að.