19/04/2024

Styrkir úr Þjóðhátíðarsjóði

MenningarverðmætiÞjóðhátíðarsjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2005. Tilgangur sjóðsins er „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.“ Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum komið fyrir að verkefni á Ströndum hafi fengið minniháttar styrki úr þessum sjóði. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2005.

Miðað er við að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á þessari vefslóð.