14/09/2024

Dráttarvél brann á Þórustöðum

Eldur kom upp í dráttarvél um kl. 12:45 í dag á Þórustöðum í Bitrufirði. Eldurinn var að mestu slokknaður þegar slökkvilið mætti á svæðið. Að sögn Magnúsar Sveinssonar bónda á Þambárvöllum í Bitrufirði, en hann var einn af þeim fyrstu sem mættu á staðinn, hefði getað farið talsvert verr ef vindátt hefði verið óhagstæð en dráttarvélin stóð ekki langt frá fjárhúsunum. Slökkvibílar komu bæði frá Broddanesi og Hólmavík auk lögreglu og sjúkrabíls, en sem betur fer var aldrei hætta á að slys yrðu á mönnum. Talið er að kviknað hafi í vélinni út frá rafkerfi hennar. Gunnar Logi Björnsson tók myndirnar sem fylgja hér með í fréttinni.

Bruninn á Þórustöðum – ljósm. Gunnar Logi Björnsson