28/05/2024

Heyrúllustæður á Hólmavík

Heilmiklar stæður af heyrúllum hafa verið fluttar til Hólmavíkur síðustu dag og bíða nú útflutnings til Noregs. Skip kemur að sækja rúllurnar, líklega á aðfangadagskvöld, og verður rúllunum skipað út þegar mesta jólahelgin er liðin hjá og áður en flugeldafjörið byrjar. Bændur á Ströndum og Reykhólahreppi senda 2000-2400 rúllur út í þessari ferð.