28/05/2024

Grænfánanum flaggað á Hólmavík

Á dögunum fékk Grunnskólinn á Hólmavík Grænfánann afhentan í fjórða sinn með mikilli viðhöfn. Haldinn var atburður í Félagsheimilinu á Hólmavík og öll sem áhuga höfðu boðin velkomin þangað. Boðið var upp á kynningu á verkefninu, fulltrúi Landverndar afhendir síðan fánann og hann var dreginn að húni við félagsheimilið. Foreldrar og skólabörn kepptu í flokkunarleik og umhverfislag skólans var sungið af hópnum öllum.

Grænfáninn afhentur – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is