25/04/2024

Íþróttamiðstöðin formlega í notkun

Nú er hafinn undirbúningur að því að Íþróttamiðstöðin á Hólmavík verði formlega tekin í notkun. Fyrir jól voru þau Hrafnhildur Þorsteinsdóttir formaður Geislans, Kristín Sigurrós Einarsdóttir grunnskólakennari og Valdemar Guðmundsson hreppsnefndarfulltrúi skipuð í nefnd sem vinnur að skipulagningu þessa viðburðar. Nefndin tók þegar til starfa og stefnir á að Íþróttamiðstöðin verði formlega tekin í notkun með hátíðarhöldum fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra gesti annan laugardag, þann 15. janúar.

Nánar verður greint frá þessu með auglýsingum og í fréttum hér á vefnum. Næsti fundur nefndarinnar er áformaður eftir hádegi á morgum. Þeim sem vilja koma á framfæri hugmyndum eða ábendingum er bent á netfang Kristínar, stina@holmavik.is.