14/09/2024

Húsafriðunarstyrkjum úthlutað

Björnshús á HólmavíkHúsafriðunarsjóður ríkisins hefur ákveðið húsafriðunarstyrki til mannvirkja fyrir þetta ár en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra sem að dómi húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjö verkefni á Ströndum fá styrk að þessu sinni, samtals að upphæð 6,6 milljónir króna.

Hæsta húsafriðunarstyrkinn á Ströndum hlýtur Riis-húsið á Borðeyri (byggt 1862), 4 milljónir króna samkvæmt ákvörðun fjárlaganefndar en önnur verkefni sem hljóta styrki til endurbóta og viðhalds eru:

Ólafshús á Borðeyri, 200 þúsund krónur (byggt 1924) .
Kollsá í Bæjarhreppi, 200 þúsund krónur (byggt 1924).
Björnshús á Hólmavík, 50 þúsund krónur (byggt 1913).
Pöntun, Bakki í Bjarnarfirði, 150 þúsund krónur (byggt 1898).
Kaldrananeskirkja, 1 milljón krónur (byggð 1851).

Að auki kemur styrkur samkvæmt ákvörðun fjárlaganefndar til endurbyggingar hjalls í Hamarsbæli á Selströnd upp á eina milljón króna.

Björnshús á Hólmavík