28/05/2024

Skítaveður á Ströndum

Skafrenningur á StröndumNúna kl. 8:00 er varla hægt að segja annað en að veður og færð á Ströndum sé með lakara móti. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru allir vegir á Ströndum ófærir, utan vegarins milli Drangsness og Hólmavíkur, en hann er talinn þungfær. Sunnan við Stikuháls er snjór á vegi þannig að Hrútfirðingar ættu að geta komist nokkuð klakklaust um, en hafa ber þó í huga að í veðri eins og því sem er núna getur færð spillst hratt.

Ekki er vitað til þess að skólahald falli niður í neinum skóla á Ströndum, en það er að sjálfsögðu mat foreldra hvort ástæða sé til að sleppa því að koma börnum sínum í skóla. Skólabíllinn frá Hólmavík sem sækir börn í Tungusveit komst ekki lengra en að Hrófá og því fara engin börn úr Tungusveit í skólann í dag, a.m.k. ekki strax.

Veðurútlit næsta sólarhringinn er á þann veg að í dag á að vera suðvestan 15-20 m/s og éljagangur. Frost 0-5 stig. Veðrið á að ganga talsvert niður í kvöld en aftur er útlit fyrir leiðindaveður á morgun, miðvikudag, en þá er spáð suðvestan 8-13 m/s og síðan 15-20 m/s síðar um daginn.