19/07/2024

Strandamenn hlakka til jólanna

Fyrstu könnunni sem gerð var hér á strandir.is er nú lokið, þótt enn sé ekki búið að opna vefinn. Spurningin var: Hlakkar þú til jólanna? og kom í ljós að flesta notendur vefjarins eða 77% þátttakenda í könnuninni er farið að hlakka til og flesta þeirra alveg svakalega. 10% hlakka ekkert sérstaklega til jólanna eða hlakka ekki ennþá til og 13% kvíða fyrir hátíðahöldunum frekar en hitt.

Þó svona kannanir séu fyrst og fremst gerðar til gamans má þó oft draga af þeim nokkrar ályktanir og staðan í þessari breyttist í raun og veru lítið frá fyrsta degi. Niðurstaðan í könnuninni var annars þessi:
Hlakkar þú til jólanna?
Já, alveg svakalega

56   55.4%
 
Jájá
22   21.8%
 
Nei, kvíði fyrir þeim
13   12.9%
 
Nei, ekkert sérstaklega
6   5.9%
 
Ekki ennþá
4   4%