14/12/2024

Pizzuhlaðborð á Hólmavík

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík stendur fyrir pizzuhlaðborði á morgun, laugardaginn 24. mars frá kl. 18:00-20:00. Einnig verður hægt að panta pizzu og taka hana með heim á sama tíma. Pizzahlaðborðið er í tilefni af frumsýningu Leikfélags Hólmavíkur á Þið munið hann Jörund sem verður laugardagskvöld kl. 20:30. Önnur sýning á verkinu verður svo kl. 15:00 á sunnudag.