24/06/2024

Strandamaður ársins 2004

Hver verður Strandamaður ársins?Fréttamiðlarnir Fréttirnar til fólksins og strandir.saudfjarsetur.is standa saman fyrir kosningu á Strandamanni ársins 2004 nú í upphafi nýs árs. Þeir sem vilja tilnefna þann sem þeim finnst að eigi að hljóta þann heiður hafa frest til 25. janúar til að koma með tilnefningu. Bæði er hægt að senda tilnefningar á stina@holmavik.is eða strandir@strandir.saudfjarsetur.is. Einnig er hægt að nota form hér vinstra megin undir tenglinum Strandamaður ársins. Gaman er ef menn setja rök fyrir máli sínu með tilnefningunni.