07/10/2024

Fundarherferð Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins

Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur í fundarherferð dagana 8.-17. janúar. Haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem evrópumálin verða rædd. Í Norðvesturkjördæmi fara fram 7 fundir sem sjá má hér að neðan. Á fundunum munu Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, kynna starf Evrópunefndar.

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mun starfa fram að landsfundi flokksins 29. janúar sem fram fer í Reykjavík og skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Nefndin skilar af sér skýrslu til landsfundar og á grundvelli hennar mun landsfundur flokksins meta hvort framtíð Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess.

Allar nánari upplýsingar um fundarherferðina og starf nefndarinnar má finna á vefsíðunni, www.evrópunefnd.is.

Fundir evrópunefndar í Norðvesturkjördæmi:

8. janúar
– Akranes, Skrúði kl. 17:30
– Borgarnes, Menntaskólanum kl. 20:30

9. janúar
– Blönduós, Félagsheimili sjálfstæðismanna kl. 12:00
– Skagafjörður, Ljósheimum kl. 17:00

10. janúar
– Ísafjörður, Hótel Ísafirði kl. 12:00

11. janúar
– Stykkishólmur, Narfeyrarstofu kl. 12:00
– Patreksfjörður, Félagheimilinu kl. 20:00