13/09/2024

Snjómokstur stendur yfir

Þó nokkur ofankoma var liðna nótt á Ströndum og þurfti að kalla til snjómoksturstæki til að ryðja af götum Hólmavíkur í morgun. Vegir á Ströndum eru flestir færir en nokkur hálka og víða skafrenningur. Ófært er frá Bjarnarfirði að Gjögri og þæfingur á Bjarnarfjarðarhálsi samkvæmt vef Vegagerðarinnar kl. 14:00. Sverrir Lýðsson var á fullu við að ryðja götur á Hólmavík og meðfylgjandi mynd er af honum að verki á Hafnarbrautinni.