11/09/2024

Diskótek og dansiball

Framundan er verslunarmanna-helgin með öllu sínu fjöri og hátíðahöldum og ætla Árneshreppsbúar ekki að slá slöku við í skemmtanahaldinu. Á föstudaginn er dansleikur í Árnesi með hljómsveitinni BG frá Ísafirði og á laugardag verður síðan diskótek á sama stað. Það er því tilvalið fyrir skemmtanaglaða Strandamenn og gesti þeirra að dusta rykið af dansskónum og gamla tjaldinu og staldra við í Trékyllisvík yfir næstu helgi.