04/10/2024

Síðasti séns að tilnefna Strandamann ársins

Frestur til að tilnefna Strandamann ársins 2009 rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 15. janúar. Fjöldi Strandamanna hefur nú þegar verið tilnefndur fyrir margvísleg uppátæki og árangur í leik eða starfi á síðasta ári, konur og karlar, háir sem lágir, ungir sem aldnir, afreksfólk og hvunndagshetjur. Í síðari umferð kosningar á Strandamanni ársins 2009 verður síðan valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá. Til að kjósa þarf að fylla út formið sem er að finna undir þessum tengli.