12/09/2024

Sjálfstæðisflokkur auglýsir eftir framboðum

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa auglýst eftir framboðum á lista flokksins fyrir Alþingskosningar næsta vor en stillt verður upp á listann. Þeim sem áhuga hafa á að gefa kost á sér á framboðslistann geta haft samband við starfsmann kjörnefndar á netfangið bjarki@xd.is eða í síma 660-8245 fyrir laugardaginn 28. október. Framboðin eru bundin við flokksbundna sjálfstæðismenn. Formaður kjörnefndar sem stillir upp á listann er Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ.