08/10/2024

Jóladagatalið á FM 97,5 klukkan 14:00

Leikfélag Hólmavíkur hefur síðustu daga æft leiklestur á leikritinu Jóladagatalið með það fyrir augum að flytja verkið í Útvarpi Hólmavík – FM 97,5 sem nú er starfrækt í Grunnskólanum á Hólmavík. Verður útvarpsleikritið flutt kl. 14:00 miðvikudaginn 15. desember. Í leikritinu sem félagar í Leikfélagi Hólmavíkur sömdu fyrir nokkrum árum segir frá lífinu í jólasveinahellinum og ógnvænlegum atburðum sem verða þegar Tröllið í Stórufjöllum gerir tilraun til að ræna jólunum. Leikarahópurinn samanstendur af börnum og fullorðnum í bland og eru allir hvattir til að hlusta flutning verksins í útvarpinu.