12/09/2024

Unglingalandsmót á Laugum

Næsta mót sem keppendur á vegum Héraðssambands Strandamanna fara á er 9. unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í S-Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á veraldarvefnum en slóðin er www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot. Ekki verður tekið neitt gjald fyrir tjaldstæði á Laugum og ekkert mótsgjald er fyrir aðstandendur keppenda.Mótið hefst strax föstudagsmorgun 4. ágúst og verða keppendur því að vera helst mættir á svæðið á fimmtudeginum.

Síðasti dagur skráningar hjá þeim á Laugum er 31. júlí. Keppendur eru beðnir um að skrá sig hjá framkvæmdastjóra HSS, en um leið þarf að borga skráningargjald sem er krónur 5.500 kr.-. Stjórn HSS hefur tekið þá ákvörðun að keppendur greiði sjálfir skráningargjaldið, en veita systkinaafslátt sem nemur helming af skráningargjaldi systkinis og þriðja fær frítt. Kostnaður foreldra getur því ekki orðið meiri en sem nemur 8250 kr.

Skráningargjald keppenda skal leggja inn á reikning í Sparisjóði Strandamanna, 1161-05-400218. Kennitala HSS er 620169-5019. Einnig þarf að koma fram kennitala þess sem greiðir.