12/09/2024

Ferð til Hvammstanga

Undanfarin ár hefur það tíðkast að krakkar frá HSS og USVH hafa komið saman og haldið sameiginlegar æfingar í körfu og knattspyrnu fyrir landsmót. Í ár eru það Strandamenn sem eiga heimboð til Húnvetninga og verður farið sunnudaginn 30. júlí. Það verður byrjað á knattspyrnuæfingu uppi í Kirkjuhvammi sem er rétt fyrir ofan Hvammstanga (kl. 11-12:30). Körfuboltinn er næstur og tekur sú æfing eina og hálfa klst. (kl. 13-14:30) og að lokum fer sundliðið á æfingu en hinir geta þá skellt sér í pottinn og hvílt lúin bein.  

Í tilkynningu frá Þorvaldi Hermannssyni framkvæmdastjóra HSS kemur fram að gott væri að fá að vita í tíma hverjir komast á bíl upp á skipulagningu. Einnig er auglýst eftir bílstjóra með rútupróf sem tilbúinn er að fara í skemmtilega ferð til Hvammstanga þennan sunnudag. Allir þeir sem hafa hug á að fara í ferðina eru hvattir til að hafa samband við Tóta (451-3370) eða Ásu (456-3626).