07/10/2024

Aðalskipulag Strandabyggðar á lokastigi

Við KópnesbrautSíðastliðin tvö ár hefur verið unnið að gerð aðalskipulags fyrir Strandabyggð og sér nú fyrir endann á þeirri vinnu. Það er fyrirtækið Landmótun sem hefur haft veg
og vanda af undirbúningi og framkvæmd skipulagsins. Á vef Strandabyggðar kemur fram að búið er að setja
inn ýmsar skýrslur og skipulagstillögu á
heimasíðu Strandabyggðar undir liðnum Aðalskipulag og eru íbúar hvattir til að kynna sér þessi gögn. Jafnframt eru þeir beðnir að senda inn ábendingar eða breytingartillögur til sveitarstjórnar fyrir hádegi mánudaginn 25.
janúar.


Mun
sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins síðan eiga vinnufund með Landmótun 28.
janúar þar sem farið verður yfir allar breytingartillögur og
ábendingar.