09/09/2024

Skautasvellið verður upplýst í kvöld

Skautasvellið við Galdrasýninguna verður upplýst í kvöld til kl. 21:00. Svellið
er á ágætu ásigkomulagi, slétt og fínt og logn og blíða úti við. Spáð er heldur
hlýnandi í næstu viku en færið ætti að haldast gott alla helgina. Svellið hefur
farið stækkandi smátt og smátt undanfarna daga og þekur bráðum allt bílastæðið
við safnið. Skautaunnendur eru beðnir um að virða keilur sem er að finna á því
og fara ekki inn fyrir þær, þar sem þar standa yfir viðgerðir sem ganga ekki
hraðar en frost leyfir hverju sinni.

{mosvideo xsrc="skautar" align="center"}