19/07/2024

Jólaball á Drangsnesi

Að venju var jólaball í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi á annan dag jóla. Þar mæta að sjálfsögðu allir krakkar, foreldrar og svo afar og ömmur að sjálfsögðu líka. Þarna komu góðir gestir, þeir Stúfur og Stekkjastaur en þeir litu aðeins við á leiðinni aftur upp í Bæjarfell. Þeir dönsuðu kringum jólatréð og útdeildu nammipokum. Um spilamennsku á jólaballinu sáu þeir Guðmundur B. Magnússon og Svanur H. Ingimundarson.

Dansað í kringum jólatréð