12/07/2024

Bikarkeppni HSS 2004

Framundan er Gamlársdagsmót í innanhúsfótbolta í nýja íþróttahúsinu á Hólmavík, en Flosi Helgason stendur fyrir þessu móti sem verður á léttu nótunum og hefst á gamlársdag kl. 10:00 um morguninn. Jafnframt fer nú væntanlega að hefjast hið stranga undirbúningstímabil knattspyrnuliða um alla sýsluna við að auka þrek og þol fyrir átök næsta sumars. Undir þessum tengli má finna úrslit úr Bikarkeppni HSS í knattspyrnu 2004, sem ekki hafa birst áður opinberlega. Þá geta knattspyrnukempur nær og fjær rifjað upp árangur síðasta sumars hvort sem hann var nú góður eða slæmur.