05/10/2024

Rafmagnsleysi á Ströndum

Rafmagn fór á Ströndum í kvöld og reyndar víðar um land. Rafmagnslaust var á Hólmavík í um það bil korter um sjöleytið og um það bil þrjú korter sunnan Hólmavíkur og í Árneshreppi. Díselvélar eru keyrðar víða á Vestfjörðum samkvæmt frétt á ruv.is. Þar kemur einnig fram að upplýsingar um orsök og afleiðingar þessara bilana séu enn af skornum skammti.