13/10/2024

Hvassviðri og vatnsveður á Ströndum

Mjög hvasst var á Ströndum í nótt og morgun og fór veðurhæð í 30 m/sek á flugvellinum á Gjögri og mestu vindhviðurnar í 52 m/sek á fimmta tímanum í nótt. Vindinum fylgdi mikið vatnsveður. Vegurinn í Árneshrepp er ófær og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og óveður þar og á Arnkötludal þar sem vindur er nú 24 m/sek að jafnaði. Vötn og lækir eru nú víða þar sem engir voru áður og snjórinn sem hafði sett svip á Strandir síðustu daga er nú horfinn. Meðfylgjandi svipmyndir voru teknar á Hólmavík í morgun.

Vatnsveður

frettamyndir/2011/640-vedur3.jpg

frettamyndir/2011/640-vedur1.jpg

Vatnsveður á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson