Nú stendur árleg haustferð Drengjakórs íslenska lýðveldisins yfir og er stefnan tekin á Drangsnes. Þar á kórinn góða vini og verður haldin heilmikil söngskemmtun í samkomuhúsinu Baldri kl. 17:00 laugardaginn 12. nóvember. Söngur, glens og gaman er á dagskránni og það er frítt inn.
![](https://strandir.saudfjarsetur.is/wp-content/uploads/drengjakor.jpg)