22/12/2024

Niðurskurður í skólastarfi: Umræða og ályktun

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar voru lagðar fram ályktanir frá aðalfundi Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík um að standa vörð um öflugt skólastarf í Grunn- og tónskóla Hólmavíkur, hlífa því við frekari niðurskurði og draga ekki úr þjónustu við nemendur, að leitað verði allra leiða til að endurnýja tölvukost skólans, að lokið verði við frágangi skólalóðar og eðlilegu viðhaldi leikvallar sinnt og að gengið verði frá þakkassa á viðbyggingu skólans. Var samþykkt samhljóða að vísa ályktunum Foreldrafélagsins til fjárhagsáætlunar.

Á sama fundi voru teknar fyrir tillögur um sparnað í rekstri skólans undir liðnum skýrsla sveitarstjóra. Þar var greint  frá fundi með skólastjóra Grunn- og Tónskólans þar sem farið var yfir helstu tillögur til sparnaðar fyrir skólaárið 2010-2011. Eftir er að reikna út hversu mikið sparast samkvæmt tillögunum, segir í fundargerð, en í fljótu bragði sýnist að hægt verði að ná fram sparnaði á bilinu 5 til 6 millj. kr. væru allar tillögurnar notaðar. Að beiðni stjórnenda eru tillögurnar trúnaðarmál uns ákvörðun hefur verið tekin um hvar verður sparað.