24/06/2024

Spilakvöld í Árnesi

Ungmennafélagið Leifur heppni hélt í gærkvöld félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Félagsvistin var haldin í fjáröflunarskyni og var spilað á átta borðum. Verðlaun voru fyrir fyrstu verðlaun karla og kvenna, einnig voru setuverðlaun. Það dró úr aðsókn að fólk sem var í sveitinni í jólaleyfinu var margt farið í burt í gær og eins var skafrenningur og él og fólk hrætt við færðina.

Ljósm. Jón G. G.