12/12/2024

Stórhríð á Arnkötlu og ófært í Árneshrepp

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar nú í kvöld, fimmtudag, er gríðarlega blint og stórhríð á nýja veginum um Arnkötludal, sem Vegagerðin hefur reyndar kallað Þröskulda í fréttatilkynningum upp á síðkastið. Eins er orðið ófært í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Fréttaritari átti leið um Arnkötludal á dögunum og vakti athygli að ekki er enn byrjað að setja upp vegrið við veginn.