10/09/2024

Verkalýðsfélag Vestfjarða styrkir félagasamtök á Hólmavík

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekið fyrir erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga varðandi Félagsheimilið á Hólmavík. Svohljóðandi tillaga hafði verið samþykkt á fundi Verkalýðsfélagsins: „Vegna eignarhlutar Verkalýðsfélags Vestfirðinga í Félagsheimilinu á Hólmavík sem er 8%, þá er lagt til að sá eignarhlutur okkar verði afhentur félagasamtökum Félagsheimilis Hólmavíkur til eignar ásamt peningagjöf að verðmæti kr. 250.000,-." Samkvæmt fundargerð á vef Strandabyggðar þakkaði sveitarstjórn fyrir höfðinglegt boð og samþykkti samhljóða að athuga stofnun "slíks félags" í samvinnu við aðra eigendur heimilisins.