13/10/2024

Sverrir Guðbrandsson níræður

Sverrir Guðbrandsson, fyrrverandi bóndi á Klúku í Miðdal, fæddist þann 26. mars 1921 og verður því níræður næstkomandi laugardag, þann 26. mars. Þrátt fyrir aldurinn er Sverrir vel sprækur og mun með smá aðstoð dætra og tengdadætra hafa heitt á könnunni í félagsheimilinu á Hólmavík þar sem hann tekur á móti gestum kl. 3 á laugardag. Meðfylgjandi mynd af Sverri var tekin þegar hann var heiðraður eftir að hafa verið kosinn Strandamaður ársins 2004 af lesendum strandir.saudfjarsetur.is, vegna útgáfu á minningaþáttum undir titilinum Ekkert að frétta.