14/10/2024

Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík

Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. mars kl. 19:30. Á árshátíðinni verður flutt leikritið Skólahald í hundrað ár eftir Arnar S. Jónsson þar sem allir bekkir skólans koma fram ásamt hljómsveit hússins. Að því loknu verður fjölskyldudansleikur til kl. 21:30. Nemendasjoppan opin. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna og frítt inn fyrir grunnskólanemendur. Allir hjartanlega velkomnir!