04/10/2024

Jólaföndur í Grunnskólanum á Hólmavík

Jólaföndur 2009Jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 13. desember kl. 18-20. Allir eru hvattir til að mæta, nemendur, foreldrar og aðrir forráðamenn, systkini, afar og ömmur. Notaleg jólastemmning svífir yfir vötnum, spiluð verða jólalög, föndrað og borðaðar vöfflur. Tilbúnir föndurpakkar verða seldir á staðnum ásamt bakkelsi á vægu verði og því gott að vera með fé til reiðu í það. Einnig gæti verið snjall leikur að mæta með nál og tvinna, tölur, perlur og smádót, skæri, skraut á jólakort, borða og þess háttar.