13/10/2024

Knattspyrnumót á Hólmavík í dag

Fótboltamót fyrir yngri flokka verður haldið í dag, sunnudag, á vegum Héraðssambands Strandamanna í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík og hefst kl. 10:00 og stendur til 16:00. Verður pizzuveisla í framhaldi af mótinu fyrir keppendur. Ungum íþróttamönnum í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Húnaþingi vestra var boðin þátttaka í mótinu. Þeir sem áhuga hafa á boltanum eru hvattir til að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni í dag og sjá unga knattspyrnumenn leika listir sínar.