20/04/2024

Vestnorden framundan

Ferðaráðstefnan Vestnorden 2006 verður haldin í Reykjavík 12. september nk., en ráðstefna þessi hefur löngum verið þekkt sem ein mikilvægasta sölusýning fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlöndum. Í tilkynningu frá Jóni Páli Hreinssyni forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða kemur fram að Markaðsstofan hefur bókað þrjá bása á sýningunni, með það að markmiði að kynna Vestfirði á sýningunni á breiðari grundvelli en áður hefur verið gert. Einstökum ferðaþjónustufyrirtækjum á Vestfjörðum býðst þannig að taka þátt í sýningunni undir merkjum Markaðsstofunnar.


Þar sem plássin á sýningunni eru takmörkuð, má búast við að takmarka þurfi þátttöku fyrirtækjanna og biður Jón Páll því þau fyrirtæki sem hafa áhuga að hafa samband við hann sem fyrst til að ræða þátttöku. Um sýninguna sjálfa má fræðast nánar á www.vestnorden2006.is.