12/09/2024

Lagfæringar á Hólmavíkurvegi

Í dag var unnið að lagfæringum á afleggjaranum af Djúpvegi til Hólmavík, rétt við hús Vegagerðarinnar á Hólmavík, en bundna slitlagið fór þar mjög illa í vor og var nánast ónýtt á stuttum kafla. Ásdís Jónsdóttir var á ferðinni um vegamótin í dag og smellti af nokkrum myndum af vegamönnum við vinnu sína. Vegurinn til Hólmavíkur var orðinn greiðfær að nýju seinnipartinn.

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir