04/10/2024

Ásdís á sigurbraut

Ásdís Jónsdóttir hafði betur aðra helgina í röð í tippleik strandir.saudfjarsetur.is þegar hún sigraði Sigurð Atlason með tveggja stiga mun, 6-4. Spár keppendanna voru afar "spes" svo ekki sé meira sagt en þau náðu engu að síður ágætum árangri miðað við engan áhuga á knattspyrnu. strandir.saudfjarsetur.is þakka Sigurði kærlega fyrir þátttökuna og óska honum og Everton góðs gengis í framtíðinni. Sigurður hefur sent stjórnanda afar formlegt bréf varðandi leikinn sem verður birt hér á vefnum fljótlega. Ásdís hefur nú unnið tvær helgar í röð og það er ljóst að hún er meðal þeirra síðustu sem geta gert tilkall til fyrsta sætisins í leiknum. Það hefur verið í hendi Jóns Jónssonar á Kirkjubóli allt frá fyrstu umferð. Úrslit helgarinnar og stöðuna í leiknum má sjá hér fyrir neðan:

Staðan í tippleiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-4. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-4. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-4. Baldur Smári Ólafsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
5. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
6-7. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
6-7. Ásdís Jónsdóttir – 2 sigrar
8-9. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
8-9. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
10. Gunnar Bragi Magnússon – 1 sigur
11. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
12. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
13-14. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
13-14. Ágúst Einar Eysteinsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
15-22. Sigurður Atlason – 0 sigrar
15-22. Gunnar Logi Björnsson – 0 sigrar
15-22. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
15-22. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
15-22. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
15-22. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
15-22. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
15-22. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

 

ÚRSLIT

ÁSDÍS

SIGGI

1. Portsmouth – Blackburn

X

1

1

2. Charlton – Everton

X

X

2

3. Sundarland – Fulham

2

X

1

4. Cardiff – Reading

2

2

2

5. Sheff. Utd. – Hull    

1

1

1

6. Leeds – Plymouth

X

1

1

7. Wolves – Coventry

X

1

1

8. Preston – Norwich

1

1

2

9. Ipswich – Stoke

2

1

1

10. Burnley – QPR

1

X

2

11. Brighton – Southampton

2

X

X

12. Derby – Millwall

1

1

1

13. Crewe – Sheff. Wed.

1

1

1

 

 

6 réttir

4 réttir